Íslenski boltinn

Baldur: Ekki sanngjörn úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar

,,Þetta voru ekki sanngjörn úrslit en við áttum skilið að vinna þennan leik,“ sagði Baldur Sigurðsson ,leikmaður KR, að leikslokum í kvöld.  KR-ingar gerðu jafntefli við Grindvíkinga 3-3 í 21. umferð Pepsi-deildar karla, en leikurinn fór fram í Grindavík.

,,Ég er mjög ósáttur við þennan vítaspyrnudóm hérna í lokin, en þetta var alls ekki rétt hjá dómara leiksins. Þetta var samt sem áður mjög skemmtilegur leikur. Týpískur haustleikur sem var mjög hraður og opinn,“ sagði Baldur.

,,það hefði verið mjög gott að skora þetta þriðja mark í fyrri hálfleik og gott sem klára leikinn, en við fengum heldur betur tækifærin til þess. Í staðinn hleypum við þeim inn í leikinn og þeir ná síðan að jafna. Þegar við náum síðan að komast aftur yfir þá finnst mér að við hefðum átt að klára dæmið,“ sagði Baldur.

Baldur Sigurðsson átti frábæran leik og var besti maður vallarins. Hann skoraði sína fyrstu þrennu í meistaraflokksleik og var að vonum kátur með það.

,,Þetta er fyrsta þrennan mín í meistaraflokki og það var mjög gaman,“ sagði Baldur eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×