Fótbolti

Messi og Mourinho græða mest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gulldrengurinn Messi græðir á tá og fingri.
Gulldrengurinn Messi græðir á tá og fingri.

Argentínumaðurinn Lionel Messi er búinn að moka David Beckham úr efsta sætinu yfir þá knattspyrnumenn sem fá hæstar tekjur.

Messi er að fá tæplega 30 milljónir punda í tekjur á ári en í þeirri tölu eru laun, bónusar og aðrar tekjur utan vallar. Beckham og Ronaldo koma rétt á eftir en þessir þrír eru í algjörum sérflokki á tekjulistanum.

Það var bónus upp á 3,6 milljónir punda sem lyfti Messi yfir Beckham á listanum þetta árið.

Messi er í fjórða sæti yfur tekjuhæstu íþróttamenn heims. Hann er þar á eftir Tiger Woods, Phil Mickelson og LeBron James.

Ríkustu knattspyrnumennirnir - tekjur í milljónum punda

1. Lionel Messi - 29,6

2. David Beckham - 27,3

3. Cristiano Ronaldo - 27

4. Kaká - 16,9

5. Thierry Henry - 16,1

6. Ronaldinho - 15,5

7. Carlos Tevez - 13,8

8. Zlatan Ibrahimovic - 13

9. Frank Lampard - 12,8

10. Samuel Eto´o - 12,4

Ríkustu þjálfararnir - tekjur í milljónum punda

1. Jose Mourinho - 11,7

2. Roberto Mancini - 10,8

3. Luiz Felipe Scolari - 8,5

4. Jurgen Klinsmann - 8,1

5. Fabio Capello - 7,5

6. Guus Hiddink - 7,1

7. Sir Alex Ferguson - 6,5

8. Pep Guardiola - 5,8

9. Arsene Wenger - 5,7

10. Louis Van Gaal - 5,4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×