Fótbolti

Zidane með Alsír á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zidane hér á góðri stund með Lenny Kravitz.
Zidane hér á góðri stund með Lenny Kravitz.

Daily Mail greinir frá því í dag Zinedine Zidane verði líklega í rágjafahlutverki hjá alsírska landsliðinu á HM næsta sumar.

Foreldrar Zidane eru báðir frá Alsír og hann hefur því sterkar taugar til landsins.

Hann fer til Alsír í byrjun mars til þess að ganga frá samningnum við knattspyrnusamband Alsír.

Zidane er sem stendur í ráðgjafarhlutverki hjá Real Madrid en margir telja að verið sé að undirbúa hann fyrir þjálfarahlutverk hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×