Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 11:37 Búist er við því að þúsundir verði viðstaddir minningarathöfnina. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Auk Trump mun JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, vera viðstaddur og ýmsir hátt settir embættismenn úr Hvíta húsinu. Í frétt AP segir að ströng öryggisgæsla sé á svæðinu. Trump og Vance munu báðir ávarpa minningarathöfnina auk fleiri ráðherra í ríkisstjórn Trump. Chris Tomlin mun flytja tónlistaratriði auk fleiri tónlistarmanna sem eru vinsælir í kristilegri tónlist. Erika Kirk, ekkja Kirk, sem hefur verið útnefnd nýr leiðtogi Turning Point, samtaka Kirk, mun einnig ávarpa minningarathöfnina. Búist er við því að þúsundir komi saman á minningarathöfninni sem haldinn er síðar í dag. Vísir/AP Charlie Kirk var skotinn til bana á viðburði við háskóla í Utah þann 10. september. Kirk var 31 árs tveggja barna faðir. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Andlá hans hefur vakið umræðu í Bandaríkjunum, og víða um heim, um ofbeldi og tjáningarfrelsi. Í frétt AP um minningarathöfnina segir að skotárásin hafi vakið upp ótta hjá einhverjum Ameríkönum að forsetinn sé að reyna að nýta reiði fólks vegna árásarinnar sem réttlætingu til að þagga niður í gagnrýnisröddum og andstæðingum sínum. Umræða um tjáningarfrelsið Trump hefur kennt öfga-vinstrinu um andlát Kirk og hótað að ráðast gegn frjálslyndum samtökum, styrktaraðilum eða öðrum sem hann telur vera að sverta nafn Kirk eða fagna dauða hans. Hann hefur gagnrýnt Demókrata sem kusu gegn tillögu á þinginu þar sem fagna átti lífi og arfleifð Kirk. Minningarathöfnin er haldin á State Farm íþróttaleikvanginum í Phoenix, Arizona. Vísir/AP Fjöldi fólks, allt frá blaðamönnum til kennara, sem hefur fjallað um andlát Kirk hefur misst vinnuna vegna þess að íhaldssömum aðgerðasinnum eða embættismönnum hefur ekki hugnast það sem þau höfðu að segja um Kirk. Þessar deilur hafa vakið mikla umræðu um tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem hefur missti vinnuna er kvöldþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en sjónvarpsstöðin ABC tók þáttinn hans úr sýningu eftir að forstjóri Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) sagðist ætla að afturkalla útsendingarleyfi sjónvarpsstöðva vegna ummæla hans um Kirk. Þá hefur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefið út að þau muni afturkalla landvistarleyfi allra útlendinga sem fagni dauða Kirk. Gæti verið dæmdur til dauðarefsingar Tyler Robinson, 22 ára karlmaður frá Utah, hefur verið ákærður fyrir morðið á Kirk. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu vegna morðsins. Ekki hefur verið gefin upp ástæða þess að hann skaut Kirk en saksóknari hefur sagt að Robinson hafi skrifað í skilaboðum til kærasta síns eftir árásina að hann hafi fengið nóg af hatri hans. Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Auk Trump mun JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, vera viðstaddur og ýmsir hátt settir embættismenn úr Hvíta húsinu. Í frétt AP segir að ströng öryggisgæsla sé á svæðinu. Trump og Vance munu báðir ávarpa minningarathöfnina auk fleiri ráðherra í ríkisstjórn Trump. Chris Tomlin mun flytja tónlistaratriði auk fleiri tónlistarmanna sem eru vinsælir í kristilegri tónlist. Erika Kirk, ekkja Kirk, sem hefur verið útnefnd nýr leiðtogi Turning Point, samtaka Kirk, mun einnig ávarpa minningarathöfnina. Búist er við því að þúsundir komi saman á minningarathöfninni sem haldinn er síðar í dag. Vísir/AP Charlie Kirk var skotinn til bana á viðburði við háskóla í Utah þann 10. september. Kirk var 31 árs tveggja barna faðir. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Andlá hans hefur vakið umræðu í Bandaríkjunum, og víða um heim, um ofbeldi og tjáningarfrelsi. Í frétt AP um minningarathöfnina segir að skotárásin hafi vakið upp ótta hjá einhverjum Ameríkönum að forsetinn sé að reyna að nýta reiði fólks vegna árásarinnar sem réttlætingu til að þagga niður í gagnrýnisröddum og andstæðingum sínum. Umræða um tjáningarfrelsið Trump hefur kennt öfga-vinstrinu um andlát Kirk og hótað að ráðast gegn frjálslyndum samtökum, styrktaraðilum eða öðrum sem hann telur vera að sverta nafn Kirk eða fagna dauða hans. Hann hefur gagnrýnt Demókrata sem kusu gegn tillögu á þinginu þar sem fagna átti lífi og arfleifð Kirk. Minningarathöfnin er haldin á State Farm íþróttaleikvanginum í Phoenix, Arizona. Vísir/AP Fjöldi fólks, allt frá blaðamönnum til kennara, sem hefur fjallað um andlát Kirk hefur misst vinnuna vegna þess að íhaldssömum aðgerðasinnum eða embættismönnum hefur ekki hugnast það sem þau höfðu að segja um Kirk. Þessar deilur hafa vakið mikla umræðu um tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem hefur missti vinnuna er kvöldþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en sjónvarpsstöðin ABC tók þáttinn hans úr sýningu eftir að forstjóri Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) sagðist ætla að afturkalla útsendingarleyfi sjónvarpsstöðva vegna ummæla hans um Kirk. Þá hefur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefið út að þau muni afturkalla landvistarleyfi allra útlendinga sem fagni dauða Kirk. Gæti verið dæmdur til dauðarefsingar Tyler Robinson, 22 ára karlmaður frá Utah, hefur verið ákærður fyrir morðið á Kirk. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu vegna morðsins. Ekki hefur verið gefin upp ástæða þess að hann skaut Kirk en saksóknari hefur sagt að Robinson hafi skrifað í skilaboðum til kærasta síns eftir árásina að hann hafi fengið nóg af hatri hans.
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. 17. september 2025 11:05