Fótbolti

Anelka rekinn heim með skömm

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nicolas Anelka hefur verið rekinn heim af HM í Suður-Afríku í kjölfarið á rifrildi sínu við þjálfara liðsins, Raymond Domenech. Eins og Vísir greindi frá í dag kallaði Anelka þjálfarann meðal annars "hóruson" í hálfleik eftir að honum var skipt af velli í 2-0 tapinu á Mexíkó. Anelka hafði byrjað báða leiki Frakka til þessa.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×