Enski boltinn

Er þetta næsti markvörður Man Utd?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Í enskum fjölmiðlum er greint frá því að Manchester United hafi hafið viðræður við Atletico Madrid um hugsanleg kaup á markverðinum David de Gea.

Edwin van der Sar er orðinn gamall og margir hafa verið nefndir sem líklegir arftakar hans.

De Gea er aðeins nítján ára en þessi pjakkur hefur víst verið á lista hjá ensku deildabikarsmeisturunum ansi lengi. Sir Alex Ferguson ákvað að sleppa því að stýra United gegn Scunthorpe í deildabikarnum á dögunum og fylgdist frekar með De Gea.

De Gea lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Atletico í september í fyrra gegn Porto í Evrópudeildinni. Eftir að Quique Sanchez Flores tók við sem þjálfari Atletico hefur hann síðan verið aðalmarkvörður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×