Enski boltinn

Mancini: City-liðið hefur aldrei spilað verr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gagnrýndi spilamennsku sinna manna í 1-2 tapi á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær en Úlfarnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. ágúst. Emmanuel Adebayor kom City yfir í 1-0 en þeir Nenad Milijas og David Edwards tryggðu Wolves langþráðan sigur.

„Við spiluðum aðeins fyrstu 25 mínúturnar í leiknum," sagði Roberto Mancini. „Við byrjuðum leikinn vel og fengum þá fjögur til fimm færi til að skora fleiri mörk. Síðan hættum við að spila og Wolves átti sigurinn skilinn," sagði Mancini.

„Þetta var versti leikur liðsins. Ég veit ekki hvað gerðist en við verðum að þjappa okkur saman og fara yfir af hverju þetta gerðist hjá okkur," sagði Mancini.

„Við héldum kannski eftir 20 mínútur að þetta yrði auðveldur leikur. Liðið getur alltaf tapað en ekki þegar menn spila svona í 60-70 mínútur. Þetta var einn af þessum leikjum sem liðið verður að vinna ef að það ætlar sér að keppa um titilinn," sagði Mancini en Chelsea er nú komið með átta stiga forskot á lið Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×