Enski boltinn

Kári Árnason fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason.

Kári Árnason fékk að líta beint rautt spjald á 45. mínútu í 2-4 tapi Plymouth á móti Oldham í ensku C-deildinni í gær.

Plymouth var aðeins með níu menn inn á vellinum eftir að Kára var vísað af velli en komst engu að síður í 2-1 í seinni hálfleik.

Bondz N'Gala hafði fengið rautt spjald strax á 4. mínútu leiksins og Oldham komst í kjölfarið í 1-0 með marki úr vítinu sem var dæmt á Gala. Plymouth náði að jafna leikinn en varð síðan fyrir öðru áfalli í lok hálfleiksins þegar Kári sá líka rautt.

Það stefndi í 2-2 jafntefli sem hefði verið mikið afrek fyrir níu manna lið Plymouth en Oldham skoraði tvö mörk í uppbótartíma (93. og 95. mínútu) og tryggði sér sigurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×