Enski boltinn

Vandræðagemsinn Cassano á leið í enska boltann?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Antonio Cassano er ókeypis vinnuafl um þessar mundir.
Antonio Cassano er ókeypis vinnuafl um þessar mundir.

Antonio Cassano hefur ótvíræða hæfileika en vitsmunir hans eru langt frá því að vera í takt við þá. Nú er svo komið að félagslið hans, Sampdoria, hefur gefist upp og ákveðið að rifta samningi við leikmanninn.

Það er hægara sagt en gert að vinna með Cassano. Hann hefur strunsað burt af ófáum æfingum og lent upp á kant við nánast alla þá þjálfara sem hann hefur unnið með.

En hann er rosalega góður í fótbolta. Nú er hægt að fá þennan frábæra leikmann ókeypis og hefur það hringt bjöllum hjá nokkrum enskum úrvalsdeildarliðum. Samkvæmt Bretlandseyjarblöðunum eru Manchester liðin City og United ásamt Liverpool að skoða stöðu mála og eru tilbúin að taka áhættuna og fá Cassano til sín.

Frábær leikmaður en maður þarf að búast við öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×