Fótbolti

Abreu svellkaldur - Ekki í fyrsta sinn (Myndband)

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Skot og mark.
Skot og mark. AFP
Sebastian Abreu skoraði ótrúlegt mark í vítaspyrnukeppninni gegn Gana í kvöld. Hann gat tryggt liðið áfram eftir dramatískasta leik ársins til þessa og vippaði boltanum léttilega í mitt markið. Þetta hefur hann gert áður. Abreu spilar með Botafogo í Brasilíu og skoraði úr vítaspyrnu fyrir nokkrum mánuðum með sömu tilburðum. Það mark má sjá á Youtube hérna. Markið hans í kvöld minnti um margt á markið sem Zinedine Zidane skoraði í úrslitaleiknum gegn Ítölum á HM 2006. Það mark má sjá hérna.
Luis Suarez ver með hendi og fær rautt spjald. Víti dæmt, og það tekur okkar maður, Asamoah Gyan.
120 mínútur á klukkunni, stolt heillar heimsálfu undir og sæti í undanúrslitum HM....
..og spyrnan fer í slánna og yfir.
Ansi svekkjandi en leikmenn Úrugvæ fagna.
Hann tók samt vítaspyrnu og setti hana í samskeytin, nokkrum mínútum eftir að hafa skotið í slánna.
En allt kom fyrir ekki og Úrugvæ vann.
Gyan var óhuggandi og verður það eflaust í allt sumar.

Tengdar fréttir

Rússíbanareið Gyan - Myndir

Asamoah Gyan átti ótrúlegt kvöld. Hann gat tryggt Gana sæti í undanúrslitum HM sem hefði verið fyrst Afríkuþjóða til að komast þangað. En allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×