Úrúgvæ í undanúrslit eftir vítakeppni og ótrúlega dramatík Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 20:58 Víti og rautt, mynd af því þegar Suarez ver á línunni. AFP Eftir ótrúlega dramatík, tvö mögnuð mörk, framlengingu, víti og rautt spjald á lokasekúndum framlengingunnar og að lokum vítaspyrnukeppni komst Úrugvæ í undanúrslitin á HM eftir magnaða leik í kvöld. Úrúgvæ byrjaði með látum og ætlaði greinilega að reyna að skora snemma. Þrátt fyrir fínar tilraunir tókst það ekki. Gana komst meira og meira inn í leikinn og var betra heilt yfir í fyrri hálfleiknumn. Það fékk nokkur frábær færi til að skora en fyrsta markið kom ekki fyrr en með fyrsta skotinu sem hitti rammann. Það átti Sulley Muntari af 35 metra færi, glæsimark sem kom rétt fyrir hálfleikinn. Úrugvæ var ekki lengi að jafna í seinni hálfleiknum, það gerði Diego Forlán með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Frábært mark en markmaðurinn hefði átt að gera betur. Leikurinn fjaraði út og endaði með 1-1 jafntefli. Leikmenn voru bæði þreyttir og hræddir við að taka sem þýddi að framlengingin var tíðindalítil. En þvílík dramatík á lokasekúndunni. Gana var í stórsókn og á endanum varði Luis Suarez með hendi á línunn eftir að hafa bjargað með fætinum þremur sekúndum áðuri. Víti dæmt, rautt spjald og dramatíkin allsráðandi. 120 mínútur á klukkunni og Asamoah Gyan tók vítið undir fáránlegri pressu. En Gyan klúðraði spyrnunni, skaut í slánna og allt ætlaði um koll að keyra í liði Úrugvæ. Suarez sá ekki eftir rauða spjaldinu sem hann fékk á þeim tímapunkti. Hann labbaði grátandi af velli við spjaldið en hoppaði svo um allt þegar vítið fór í slánna.Vítaspyrnukeppni niðurstaðan: 1-0: Diego Forlan skorar fyrir Úrugvæ 1-1: Asamoah Gyan skorar örugglega fyrir Gana. Þvílík spyrna! 2-1: Mauricio Victorino skorar örugglega fyrir Úrugvæ. 2-2: Stephen Appiah skorar fyrir Gana 3-2: Andrés Scotti skorar fyrir Úrugvæ 3-2: John Mensah skorar ekki, Néstor Muslera ver ömurlegt víti. 3-2: Maximiliano Pereira skaut himinhátt yfir! 3-2: Dominic Adiyiah lætur Nestorinn verja frá sér, vel varið. 4-2: Sebastian Abreu skorar örugglega, ótrtúlegt víti sem hann vippar í mitt markið! Úrugvæ er því komið í undanúrslit eftir algjörlega fáránlegan leik. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Eftir ótrúlega dramatík, tvö mögnuð mörk, framlengingu, víti og rautt spjald á lokasekúndum framlengingunnar og að lokum vítaspyrnukeppni komst Úrugvæ í undanúrslitin á HM eftir magnaða leik í kvöld. Úrúgvæ byrjaði með látum og ætlaði greinilega að reyna að skora snemma. Þrátt fyrir fínar tilraunir tókst það ekki. Gana komst meira og meira inn í leikinn og var betra heilt yfir í fyrri hálfleiknumn. Það fékk nokkur frábær færi til að skora en fyrsta markið kom ekki fyrr en með fyrsta skotinu sem hitti rammann. Það átti Sulley Muntari af 35 metra færi, glæsimark sem kom rétt fyrir hálfleikinn. Úrugvæ var ekki lengi að jafna í seinni hálfleiknum, það gerði Diego Forlán með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Frábært mark en markmaðurinn hefði átt að gera betur. Leikurinn fjaraði út og endaði með 1-1 jafntefli. Leikmenn voru bæði þreyttir og hræddir við að taka sem þýddi að framlengingin var tíðindalítil. En þvílík dramatík á lokasekúndunni. Gana var í stórsókn og á endanum varði Luis Suarez með hendi á línunn eftir að hafa bjargað með fætinum þremur sekúndum áðuri. Víti dæmt, rautt spjald og dramatíkin allsráðandi. 120 mínútur á klukkunni og Asamoah Gyan tók vítið undir fáránlegri pressu. En Gyan klúðraði spyrnunni, skaut í slánna og allt ætlaði um koll að keyra í liði Úrugvæ. Suarez sá ekki eftir rauða spjaldinu sem hann fékk á þeim tímapunkti. Hann labbaði grátandi af velli við spjaldið en hoppaði svo um allt þegar vítið fór í slánna.Vítaspyrnukeppni niðurstaðan: 1-0: Diego Forlan skorar fyrir Úrugvæ 1-1: Asamoah Gyan skorar örugglega fyrir Gana. Þvílík spyrna! 2-1: Mauricio Victorino skorar örugglega fyrir Úrugvæ. 2-2: Stephen Appiah skorar fyrir Gana 3-2: Andrés Scotti skorar fyrir Úrugvæ 3-2: John Mensah skorar ekki, Néstor Muslera ver ömurlegt víti. 3-2: Maximiliano Pereira skaut himinhátt yfir! 3-2: Dominic Adiyiah lætur Nestorinn verja frá sér, vel varið. 4-2: Sebastian Abreu skorar örugglega, ótrtúlegt víti sem hann vippar í mitt markið! Úrugvæ er því komið í undanúrslit eftir algjörlega fáránlegan leik.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira