Erlent

Kólera á Haítí

Íbúi í Port au Prince bíður eftir læknisaðstoð. Mynd/ afp.
Íbúi í Port au Prince bíður eftir læknisaðstoð. Mynd/ afp.
Að minnsta kosti fimm tilvik af kóleru hafa verið greind í Port au Prince á Haíti. Þetta veldur þarlendum yfirvöldum miklum áhyggjum enda tilhugsunin um kólerufarald skelfileg. Kólera veldur niðurgangi og upppköstum sem leiða til mikils vökvataps sem aftur getur dregið sjúkling til dauða á skömmum tíma fái hann ekki aðstoð.

Meira en milljón manns býr í tjöldum í Port au Prince, eftir að skjálfinn reið yfir Haíti í janúar. Allt þetta fólk er afar viðkvæmt fyrir faröldrum á borð við Kóleru sem breiðast sérstaklega hratt úr þar sem ekki er aðgangur að hreinu vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×