Umfjöllun: Sanngjarn sigur baráttuglaðra Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2010 13:42 Mynd/Anton Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56
Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51
Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03