Fótbolti

Leikmaður Tógó: Lágum í skjóli undir sætunum í 20 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serge Akakpo var annar þeirra sem slasaðist í árásinni í dag.
Serge Akakpo var annar þeirra sem slasaðist í árásinni í dag. Mynd/AFP
Tveir leikmenn landsliðs Tógó slösuðust í skotárásinni í dag en rúta liðsins var þá fyrir árás á leið sinni til Angóla þar sem Afríkukeppnin hefst á sunnudaginn. Þeir sem sluppu við byssukúlur urðu fyrir fyrir skelfilegri lífsreynslu.

„Það var skotið á okkur með hríðskotabyssum. Við vorum skotnir niður eins og hundar," sagði Thomas Dossevi sem spilar fyrir Nantes í Frakklandi. „Þeir voru hlaðnir skotfærum og við lágum í skjóli undir sætunum í tuttugu mínútur," sagði Dossevi.

Leikmennirnir tveir sem meiddust voru varamarkvörðurinn Obilale Kossi og miðvörðurinn Serge Akakpo. Frægasti leikmaður liðsins, Emmanuel Adebayor, slasaðist ekki samkvæmt upplýsingum frá liði hans Manchester City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×