Fótbolti

Galaxy yfir í undanúrslitarimmunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham hvetur sína menn áfram um helgina.
David Beckham hvetur sína menn áfram um helgina. Mynd/AP
Nú stendur yfir úrslitakeppnin í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu. LA Galaxy er kominn með annan fótinn í úrslitaleik Vesturdeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Seattle Sounders í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í gær.

Það var Edson Buddle sem skoraði eina mark leiksins en síðari leikurinn fer fram í Los Angeles á sunnudaginn kemur.

David Beckham var á sínu stað í liði Galaxy og spilaði allan leikinn.

Galaxy mætir annað hvort meisturum síðasta árs, Real Salt Lake, eða FC Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar. Dallas vann fyrri viðureign liðanna á heimavelli, 2-1.

New York hefur 1-0 forystu gegn San Jose í annarri undanúrslitarimmu Austurdeildarinnar. Í hinni leiðir Colorado gegn Columbus eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×