Innlent

Braust inn í bíla á Huldubraut

Lögreglan handtók unga konu á Huldubraut í Kópavogi í nótt en hún er grunuð um að brjótast inn í tvo bíla í götunni. Tilkynnt var um innbrotin og hafði fartölva meðal annars verið tekin úr öðrum bílnum. Þegar lögregla var á vettvangi ók konan framhjá lögreglumönnunum sem ráku augun í fartölvu í bílnum sem svipar til þeirrar sem stolið hafði verið. Konan var því stöðvuð og færð á lögreglustöð til yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×