Ólafur Darri í sjósund og köfun fyrir Djúpið 24. apríl 2010 10:45 Stefán Máni mun taka Ólaf Darra í smá kennslustund um hvernig sé best að haga sér í sjósundi. Mynd/Valgarður Gíslason „Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira