Erlent

„Vaktmaður fjallsins“ fórst í gosinu

Að minnsta kosti þrjátíu og tveir létust þegar eldfjallið Merapi í Indónesíu gaus á þriðjudaginn var. Sú tala gæti hæglega hækkað að sögn björgunarmanna á svæðinu.

Yfirvöld reyna nú hvað þau geta til þess að koma hjálpargögnum til íbúa á svæðinu en tugþúsundir manna þurftu að flýja heimili sín.

Varað hafði verið við því að eldfjallið væri að fara að gjósa en margir ákváðu að fara ekki fet, heldur bíða eftir staðfestingu frá sérstökum vaktmanni fjallsins, en íbúar í hlíðum fjallsins hafa ávallt haft einum slíkum á að skipa í gegnum aldirnar. Sá sem nú gengdi embættinu lést hinsvegar í gosinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×