Erlent

Útvarpsstjóri segir af sér

Óli Tynes skrifar
Kenneth Plummer, fyrrverandi útvarpsstjóri DR.
Kenneth Plummer, fyrrverandi útvarpsstjóri DR.

Útvarpsstjóri danska ríkisútvarpsins hefur sagt starfi sínu lausu fyrir skyndifund útvarpsráðs sem átti að halda í kvöld um framtíð hans í starfi. Danskir fjölmiðlar gera því skóna að hann hefði verið rekinn á fundinum.

Ástæðan er portrettbók um Kenneth Plummer útvarpsstjóra. Höfundurinn segir frá því í bókinni að Plummar hafi lofað sér safaríkum fréttum um annað þekkt fólk gegn því að hann fjallaði ekki um sitt eigið einkalíf. Plummer tók við starfi útvarpsstjóra danska ríkisútvarpsins árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×