Erlent

Segja sígarettuaðvaranir hafa þveröfug áhrif

Óli Tynes skrifar
...þá þú vilt.
...þá þú vilt.

Aðvaranir á sígarettupökkum fá fólk til þess að reykja meira, ef marka má niðurstöður rannsókna vísindamanna frá Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sagt er frá þessu í danska vefritinu Videnskap.dk. Aðvörunum á sígarettupökkum er auðvitað ætlað að fá fólk til þess að hætta að reykja.

Reykingar drepa, segir meðal annars á pökkunum. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að þessi áminning um dauðann styrki sjálfsímynd manna og fái þá til þess að reykja meira.

Kenningin er sú að fólk sem handleikur þennan dauðans boðskap sé ómeðvitað að sækjast eftir að auka sjálfstraust sitt og sjálfsvirðingu. Menn óski eftir að verða betri í eigin augum og finnist þeir verða það með því að nálgast og bjóða dauðanum byrginn.

Hvort þetta viðhorf endist alla leið í öndunarvélina er ekki sagt um. Niðurstaðan er hinsvegar sú að hranalegar auglýsingar geri illt verra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×