Fótbolti

Svona raðast 8-liða úrslitin og undanúrslitin upp

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dunga, þjálfari Brasilíu.
Dunga, þjálfari Brasilíu. AFP
Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum á HM. Leikirnir eru á föstudag og laugardag og eru engir smá leikir á dagskrá.

Holland og Brasilía ríða á vaðið, þau mætast í stórleik föstudagsins. Seinna um kvöldið mætir Úrugvæ svo einu Afríkuþjóðinni sem er eftir á HM, Ghana.

Á laugardaginn mætir Paragvæ liði Spánar en stórleikur dagsins er viðureign Argentínu og Þýskalands.

Hér fyrir neðan má svo sjá hvaða lið mætast í undanúrslitunum ef þau komast áfram en úrslitaleikur Brasilíu og Argentínu er til dæmis möguleg útkoma.

8-liða úrslit:

Úrugvæ-Ghana

Holland-Brasilía

Argentína-Þýskaland

Paragvæ-Spánn

Undanúrslit:

Úrugvæ/Ghana - Holland-Brasilía

Argentína/Þýskaland - Paragvæ/Spánn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×