Það hafa aðeins verið skoruð 20 mörk í fyrstu 13 leikjunum á HM í Suður-Afríku eftir markalaust jafntefli Fílabeinsstrandarinnar og Portúgal í dag. Þetta gerir aðeins 1,54 mörk að meðaltali í leik sem er langt undir metinu í markaleysi sem er síðan á HM á Ítalíu 1990.
Það voru skoruð 115 mörk í 52 leikjum á HM á Ítalíu fyrir 20 árum eða 2,21 mark að meðaltali í leik. Í þeirri keppni voru komin 29 mörk eftir 13 leiki eða níu mörkum meira en eftir 13 leiki á HM í Suður-Afríku.
Brasilíumenn eiga næsta leik og vonast margir eftir því að þeir geta lagað eitthvað þessa "leiðinlegu" tölfræði. Leikur Brasilíu og Norður-Kóreu hefst klukkan 18.30.
Stefnir í nýtt met í markaleysi á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
