Erlent

Lögguofbeldi fest á filmu

Lögreglumennirnir spörkuðu ítrekað í annan manninn og tröðkuðu á höfði hans.
Lögreglumennirnir spörkuðu ítrekað í annan manninn og tröðkuðu á höfði hans.

Myndbandsupptaka sem sýnir handtöku ræningja hefur vakið hörð viðbrögð í Seattle í Bandaríkjunum. Á upptökunni sem nýverið var gerð opinber sjást lögreglumenn standa yfir tveimur mönnum af spænskumælandi ættum og ausa yfir þá svívirðingum. Þá sjást lögreglumenn sparka ítrekað í annan manninn og traðka á höfði hans.

Tveimur lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi en málið er í rannsókn. Borgarstjórinn í Seattle segir atvikið minna á lögregluofbeldi sem tíðkaðist víða í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld. Mikilvægt sé að lögreglumennirnir verði látnir svara til saka fyrir aðild þeirra að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×