Enski boltinn

Redknapp: Clattenburg veit að þetta var klúður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Tottenham mótmæla dómi Clattenburg um helgina.
Leikmenn Tottenham mótmæla dómi Clattenburg um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var öskuillur eftir að markið sem Nani skoraði í leiknum gegn Manchester United um helgina var dæmt gilt.

Nani hirti þá boltann af Heurelho Gomes, markverði Tottenham, sem hélt að dómari leiksins, Mark Clattenburg, hefði dæmt aukaspyrnu. Svo var ekki og Nani skoraði í autt markið og tryggði sínum mörkum 2-0 sigur.

Nani var þá nýbúinn að heimta vítaspyrnu sem Clattenburg dæmdi ekki en handlék knöttinn greinilega.

„Þetta var risastórt klúður hjá Clattenburg og hann veit það sjálfur," sagði Redknapp eftir leikinn. „Ég veit til þess að hann hefur sagt félögum sínum að hann hefði átt að stoppa leikinn og dæma aukaspyrnu."

„En dómararnir munu standa saman í þessu máli. Þeir vita samt að þetta var eitt stórt klúður."

„Það eina sem dómarinn þurfti að gera var að flauta aukaspyrnu, spjalda Nani fyrir að handleika knöttinn og leysa þannig úr þessari flækju."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×