Enski boltinn

Liverpool er búið að vera fjárhagslega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liverpool hafði ekki efni á Gomez.
Liverpool hafði ekki efni á Gomez.

Uli Höness, forseti FC Bayern, segir að Liverpool hafi ekki átt nægan pening til þess að kaupa framherjann Mario Gomez frá félaginu í ágúst.

"Við vorum til í að selja en Liverpool er búið að vera fjárhagslega. Bankarnir lána þeim ekki lengur pening. Það eru ekki mörg félög sem geta eytt mikið. Man. City er eitt þeirra en City getur ekki keypt 100 leikmenn," sagði Höness.

Gomez hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Louis Van Gaal þjálfara en Höness hefur trú á því að hann geti komið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×