Mexíkó og Úrúgvæ áfram - Suður-Afríka féll úr leik með sæmd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2010 15:57 Frakkinn Andre Pierre Gignac gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Mexíkó og Úrúgvæ tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku en heimamenn fullkomnuðu niðurlægingu Frakka með því að vinna þá 2-1. Það dugði þó Suður-Afríkumönnum ekki til að komast áfram. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Mexíkó og tryggðu sér þar með efsta sæti A-riðils. Mexíkó og Suður-Afríka hlutu bæði fjögur stig en þar sem Mexíkó er með betra markahlutfall kemst liðið áfram upp úr riðlinum. Frakkar reka svo lestina með aðeins eitt stig og alls eitt mark skorað í allri keppninni - alveg eins á EM í Austurríki og Sviss fyrir tveimur árum. Í aðdraganda leiksins var mikil dramatík í herbúðum franska landsliðsins og það sást greinilega á frammistöðu liðsins í dag. Þjálfarinn umdeildi, Raymond Domenech, gerði sex breytingar á byrjunarliði Frakka og henti til að mynda fyrirliðanum Patrice Evra á bekkinn. Djibril Cisse var í sókninni í stað Nicolas Anelka sem hafði verið rekinn heim sem þýddi að Thierry Henry var enn á bekknum. Þeir Eric Abidal, Sidney Govou og Florent Malouda þurftu einnig að víkja og þá tók Jeremy Toulalan út leikbann. Heimamenn nýttu sér vandræðaganginn í kringum franska landsliðið og komust yfir á 21. mínútu með marki Bongani Khumalo. Til að bæta gráu á svart fékk Yoan Gourcuff, leikmaður Frakka, að líta beint rautt spjald aðeins fimm mínútum síðar fyrir að gefa MacBeth Sibaya olnbogaskot þegar þeir stukku báðir upp í skallaeinvígi. Niðurlæging Frakka var svo fullkomnuð þegar að Katlego Mphela skoraði af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Frakkanna á 37. mínútu. Skömmu áður en flautað var til leikhlés í leik Mexíkó og Úrúgvæ skoraði Luis Suarez gott skallamark og kom síðarnefndu þjóðinni yfir í leiknum. Í hálfleik voru því heimamenn í vænlegri stöðu og þurftu tvö mörk til viðbótar til að komast áfram í 16-liða úrslitin á kostnað Mexíkó. En aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik leikjanna og það gerði út um vonir Suður-Afríkumanna. Markið skoraði varamaðurinn Malouda fyrir Frakka eftir laglegan undirbúning Franck Ribery og Bacary Sagna. Þetta reyndist eina mark Frakklands í keppninni. Suður-Afríka kvaddi því keppnina með 2-1 sigri og með mikilli sæmd, þrátt fyrir að vera fyrstu gestgjafar HM í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni. Frakkar komust varla í færi í leiknum á meðan að heimamenn skutu til að mynda í stöng og skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Mexíkó var nálægt því að ná forystunni í sínum leik er Andres Guardado átti gott skot í slá af 25 metra færi í fyrri hálfleik. En sem fyrr segir komst Úrúgvæ yfir í lok hálfleiksins með skallamarki Suarez eftir fyrirgjöf Edinson Cavani. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og litu þá fá marktækifæri dagsins ljós. Bæði lið gátu leyft sér að fagna sæti í 16-liða úrslitunum í leikslok.Samantektir úr leikjunum má sjá hér. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Mexíkó og Úrúgvæ tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku en heimamenn fullkomnuðu niðurlægingu Frakka með því að vinna þá 2-1. Það dugði þó Suður-Afríkumönnum ekki til að komast áfram. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Mexíkó og tryggðu sér þar með efsta sæti A-riðils. Mexíkó og Suður-Afríka hlutu bæði fjögur stig en þar sem Mexíkó er með betra markahlutfall kemst liðið áfram upp úr riðlinum. Frakkar reka svo lestina með aðeins eitt stig og alls eitt mark skorað í allri keppninni - alveg eins á EM í Austurríki og Sviss fyrir tveimur árum. Í aðdraganda leiksins var mikil dramatík í herbúðum franska landsliðsins og það sást greinilega á frammistöðu liðsins í dag. Þjálfarinn umdeildi, Raymond Domenech, gerði sex breytingar á byrjunarliði Frakka og henti til að mynda fyrirliðanum Patrice Evra á bekkinn. Djibril Cisse var í sókninni í stað Nicolas Anelka sem hafði verið rekinn heim sem þýddi að Thierry Henry var enn á bekknum. Þeir Eric Abidal, Sidney Govou og Florent Malouda þurftu einnig að víkja og þá tók Jeremy Toulalan út leikbann. Heimamenn nýttu sér vandræðaganginn í kringum franska landsliðið og komust yfir á 21. mínútu með marki Bongani Khumalo. Til að bæta gráu á svart fékk Yoan Gourcuff, leikmaður Frakka, að líta beint rautt spjald aðeins fimm mínútum síðar fyrir að gefa MacBeth Sibaya olnbogaskot þegar þeir stukku báðir upp í skallaeinvígi. Niðurlæging Frakka var svo fullkomnuð þegar að Katlego Mphela skoraði af stuttu færi eftir klaufagang í vörn Frakkanna á 37. mínútu. Skömmu áður en flautað var til leikhlés í leik Mexíkó og Úrúgvæ skoraði Luis Suarez gott skallamark og kom síðarnefndu þjóðinni yfir í leiknum. Í hálfleik voru því heimamenn í vænlegri stöðu og þurftu tvö mörk til viðbótar til að komast áfram í 16-liða úrslitin á kostnað Mexíkó. En aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik leikjanna og það gerði út um vonir Suður-Afríkumanna. Markið skoraði varamaðurinn Malouda fyrir Frakka eftir laglegan undirbúning Franck Ribery og Bacary Sagna. Þetta reyndist eina mark Frakklands í keppninni. Suður-Afríka kvaddi því keppnina með 2-1 sigri og með mikilli sæmd, þrátt fyrir að vera fyrstu gestgjafar HM í sögunni til að komast ekki upp úr riðlakeppninni. Frakkar komust varla í færi í leiknum á meðan að heimamenn skutu til að mynda í stöng og skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Mexíkó var nálægt því að ná forystunni í sínum leik er Andres Guardado átti gott skot í slá af 25 metra færi í fyrri hálfleik. En sem fyrr segir komst Úrúgvæ yfir í lok hálfleiksins með skallamarki Suarez eftir fyrirgjöf Edinson Cavani. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og litu þá fá marktækifæri dagsins ljós. Bæði lið gátu leyft sér að fagna sæti í 16-liða úrslitunum í leikslok.Samantektir úr leikjunum má sjá hér.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira