Enski boltinn

Arsenal í annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas skorar í dag.
Fabregas skorar í dag.

Arsenal skaust upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði Everton, 1-2, á Goodison Park.

Bacary Sagna kom Arsenal yfir á 36. mínútu með mögnuðu marki. Fast skot úr teignum á nærstöng sem söng í netinu.

Fabregas bætti öðru marki við fyrir Arsenal í upphafi síðari hálfleiks.

Everton spriklaði aðeins í lokin og Tim Cahill náði að minnka muninn á 89. mínútu en nær komst Everton ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×