Enski boltinn

Terry, Ashley Cole og Agbonlahor ekki með á móti Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Ashley Cole.
John Terry og Ashley Cole. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, Ashley Cole og Gabriel Agbonlahor hafa allir dregið sig út úr enska landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn á móti Frökkum á miðvikudaginn.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga hefur kallað á þá Gary Cahill hjá Bolton og Stephen Warnock hjá Aston Villa til að fylla í skörð þeirra John Terry og Ashley Cole.

John Terry lék ekki með Chelsea í tapinu á móti Sunderland í gær vegna meiðsla aftan í læri en Cole lék hinsvegar allar 90 mínúturnar. Það er ekki vitað nákvæmlega hvað hrjáir Cole.

Gabriel Agbonlahor fékk högg í leik Aston Villa og Manchester United á laugardaginn og varð að draga sig út úr hópnum. Carlton Cole hjá West Ham var þegar kominn inn í hópinn þar sem óvissa var og er í kringum það hvort Andy Carroll geti verið með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×