Fótbolti

Steven Gerrard: Ég veit ekki af hverju við spiluðum ekki betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard talar við Fabio Capello í leiknum í dag.
Steven Gerrard talar við Fabio Capello í leiknum í dag. Mynd/AP
Enska landsliðið átti slakan leik í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Alsír í öðrum leik sínum á HM í Suður-Afríku. Englendingar eru án sigurs og aðeins búnir að skora eitt mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni.

„Við erum ekki ánægðir með þetta. Við viljum komst lengra í keppninni en þá verðum við að spila betur," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Englendinga eftir leikinn. Hann skoraði eina markið á 4. mínútu í fyrsta leiknum en síðan er liðið ekki búið að skora í 176 mínútur.

„Við vorum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungnum til þess að komast í gegnum vörnina þeirra. Þetta var þeirra úrslitaleikur á HM og þeir náðu í jafntefli," sagði Gerrard.

„Við ætlum ekki að koma með neina afsakanir því að þegar þú ert leikmaður á þessu sviði þá þarftu að geta spilað undir pressu. Við vorum ekki nógu góðir í dag en ég veit ekki af hverju," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×