Fótbolti

Frakkarnir neita að æfa - Framkvæmdastjórinn hættur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Frakkar ræða hér saman ásamt fyrirliðanum Evra og taka þá ákvörðun um að æfa ekki.
Frakkar ræða hér saman ásamt fyrirliðanum Evra og taka þá ákvörðun um að æfa ekki.
Allt er í upplausn hjá Franska landsliðinu eftir að Nicolas Anelka var sendur heim en líkt og flestir vita þá hraunaði hann yfir þjálfara liðsins og kallaði hann m.a. hóruson. Nú hafa leikmenn liðsins neitað að æfa eftir rifrildi á æfingarsvæðinu. Anelka er ekki sá eini sem hefur horfið á brott en fleiri hafa nú yfirgefið svæðið og látið sig hverfa. Jean Louis Valentin framkvæmdastjóri franska landsliðsins hefur pantað sér flug aftur til heimalandsins og er hættur störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×