Erlent

Fyrsta litaða borgin í Evrópu

Óli Tynes skrifar
Úr miðborg Leichester.
Úr miðborg Leichester.

Borgin Leichester í Mið-Englandi verður á næsta ári fyrsta borgin í Evrópu þar sem hvítir innfæddir menn verða í minnihluta. Íbúar eru um 300 þúsund talsins og flestir íbúanna frá Pakistan, Indlandi, Afganistan og Afríku. Leicester hefur verið talin dæmi um vel heppnaða aðlögun innflytjenda.

Undanfarið hafa þó öfgahópar verið að hafa sig í frammi og sagt að þeir muni ekki sætta sig við að innflytjendur yfirtaki borgina þeirra. Fremst í flokki þar eru samtök sem kalla sig The English Defense League. Þau virðast vera að þróast í að vera á landsvísu því þau hafa hrellt innflytjendur í mörgum fleiri borgum en Leichester. Samtökin eru sögð ofbeldishneigð og stórhættuleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×