Enski boltinn

Coca-Cola að rifta samningi við Rooney?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Wayne Rooney gæti misst einn stærsta auglýsingasamning sinn.

Mail on Sunday greinir frá því að í höfuðstöðvum Coca-Cola gosdrykkjafyrirtækisins séu menn allskostar ekki sáttir við neikvæðar fréttir af kappanum.

Rooney hefur mikið verið til umfjöllunar eftir að upp komst um framhjáhald hans með vændiskonum meðan eiginkona hans var ólétt.

Óánægja var meðal æðstu manna Coca-Cola með fréttaflutning af Rooney í júní þegar hann var myndaður ofurölvi að reykja. Vændishneykslið bætir svo gráu ofan á svart.

Rooney fær 2,5 milljónir punda í gegnum auglýsingasamninga en auk Coca-Cola er hann m.a. með samning við útgefandann Harper Collins, íþróttarisann Nike og tölvuleikjaframleiðandann EA Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×