Enski boltinn

Beckham mættur aftur út á völl

Elvar Geir Magnússon skrifar

David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði.

Hann hefur ekki getað spilað fótbolta í langan tíma eftir erfið meiðsli sem gerðu það að verkum að hann gat ekki verið með á HM í sumar.

Beckham sagðist hafa liðið vel þær mínútur sem hann spilaði. „Ég hef aldrei verið eins lengi frá fótboltavellinum. Ég er samt alltaf tilbúinn að spila fyrir England ef kallið kemur," sagði Beckham eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×