Enski boltinn

Nani og Fletcher meiddust í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani meiddist í gær.
Nani meiddist í gær. Nordic Photos / Getty Images
Hvorki Nani né Darren Fletcher munu spila með Manchester United þegar liðið mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Báðir meiddust í 3-0 sigri liðsins á Bursaspor í Meistaradeild Evrópu í gær.

Þeir munu fara í læknisskoðun í dag og kemur þá væntanlega í ljós hversu lengi þeir verða frá. En þeir munu missa af leiknum um helgina, sagði Alex Ferguson, stjóri United.

Nani fór af velli í fyrri hálfleik vegna nánarmeiðsla en Fletcher meiddist í ökkla í síðari hálfleik.

United er því í nokkrum vandræðum með miðvallarleikmenn því Ryan Giggs er enn frá vegna meiðsla og þeir Darron Gibson og Anderson hafa báðir verið veikir.

„Þetta eru auðvitað vonbrigði fyrir liðið en svona hlutir gerast í fótbolta. Það gæti verið að Gibson verði búinn að hrista af sér flensuna fyrir helgina en ég efast um að Anderson verði orðinn leikfær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×