Innlent

Pétur Blöndal: Nóg komið af álverum

Mynd/Stefán Karlsson

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nóg komið af álverum á Íslandi. Hann vill heldur beina orkunni í önnur verkefni. Pétur fagnar því að Landsvirkjun ætli innan skamms að upplýsa um orkuverð sitt til fyrirtækja. Rætt var við þingmanninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Pétur sagði að lengi vel hafi Íslendingar ekki getað selt orkuna en það hafi breyst. Nú væri komin mikil eftirspurn og því ættu orkufyrirtækin að reyna að fá sem hæst verð fyrir orkuna.

Þá sagði Pétur að nóg væri komið af álbræðslum hér á landi. Efnahagslega óskynsamlegt væri að hafa öll eggin í sömu körfunni. „Við eigum gjarnan að skoða gagnaver og aðra nýtingarmöguleika. Jafnvel að flytja rafmagn til Evrópu í gegnum sæstreng," sagði þingmaðurinn.

Landsvirkjun hyggst í næsta mánuði opinbera það verð sem stóriðjan greiðir fyrir raforkuna. Pétur sagðist fagna ákvörðuninni en sagði jafnframt að fyrirtækið hefði átt að vera löngu búið að birta umræddar upplýsingar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.