Enski boltinn

Ferguson skilur ekki af hverju Rooney er að spila illa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Alex Ferguson.
Wayne Rooney og Alex Ferguson. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur ekki af hverju Wayne Rooney er að spila jafn illa og hann hefur gert í haust.

Rooney er reyndar frá vegna meiðsla eins og stendur og spilar jafnvel ekkert í nóvember heldur.

„Ég veit ekki hver ástæðan fyrir þessu er því þetta byrjaði á HM í sumar," sagði Ferguson í samtali við The Sun um helgina.

„Ég veit ekki hvort að samningamál hans eða önnur félög hafa haft truflandi áhrif á hann á þessum tíma," bætti hann við en eins og frægt er skrifaði Rooney nýverið undir fimm ára samning við United eftir að hafa gefið í skyn að hann vildi yfirgefa félagið.

„Það mikilvæga er að afgreiða þessi mál í burtu. En það er ljóst að það er eitthvað sem hefur verið að angra hann."

Rooney hefur einnig verið mikið í sviðsljósinu í haust eftir að greint var frá því að hann hélt framhjá eiginkonu sinni með vændiskonum á meðan hún var ófrísk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×