Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake ná vel saman á tökustað nýjustu myndar þeirra, Bad Teacher. Þó að þau hafi hætt saman árið 2007 eftir fjögurra ára ástarsamband hlæja þau mikið saman og grínast.
„Neistaflugið á milli þeirra er ótrúlegt,“ sagði heimildarmaður við tímaritið Star. „Cameron þurfti á því að halda að leika í góðri grínmynd og Justin er greinilega rétti maðurinn til að leika á móti henni. Hún ljómar öll þegar hún er í kringum hann.“
Í myndinni leikur Diaz kennara sem er sagt upp af kærastanum og þá ákveður hún að reyna við annan kennara sem Timberlake leikur.
Neistaflug á tökustað
