Innlent

Meirihlutaviðræður hafnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður í Kópavogi eru þegar hafnar án aðkomu framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar Samfylkingarinnar og Næst besta flokksins segja nauðsynlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá bæjarstjórn.

Meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna í Kópavoga féll í kosningunum í gær. Sjálfstæðismenn töpuðu einum bæjarfulltrúa en framsóknarmenn héldu sínum. Samfylkingin tapaði einnig einum bæjarfulltrúa og fékk þrjá.

Vinstri grænir héldu sínum manni en tveir nýjar listar náðu manni inn. Y-listi Kópavogsbúa og X-listi Næst besta flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×