Enski boltinn

Cole tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole.
Joe Cole. Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Joe Cole geti spilað með Liverpool gegn hans gamla félagi, Chelsea, þegar að liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Cole meiddist þegar að Liverpool vann 1-0 sigur á Bolton í gær. Ólíklegt er að hann geti æft af fullum krafti í vikunni.

„Hann er að glíma við meiðsli á vöðva aftan í lærinu og við vitum ekki hversu alvarlegt þetta er þar til að hann fer í myndatöku hjá lækni."

Dirk Kuyt og Glen Johnson hafa báðir verið frá vegna meiðsla en Hodgson bindur vonir við að þeir verði orðnir klárir fyrir helgina.

„Dirk verður í leikmannahópnum um helgina en það er óvíst hvort hann sé í nægilega góðu formi til að spila. Hann byrjar að æfa aftur í vikunni og þá munum við sjá hvernig honum gengur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×