Enski boltinn

Giggs: Gott að mæta Liverpool um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ryan Giggs er mjög ánægður að fá Liverpool um helgina því hann segir það vera fullkominn leik til þess að koma liði Man. Utd aftur í gang eftir vonbrigðin gegn Rangers í vikunni.

Hvorki Man. Utd né Liverpool hafa farið af stað í vetur með neinum sérstökum látum og sigur um helgina myndi því gefa báðum liðum mikið.

"Áhorfendur munu kveikja í stemningunni. Venjulega eru þetta hraðir leikir og harðir. Vonandi verður þetta leikur sem kemur okkur aftur á sigurbraut," sagði Giggs.

"Það skiptir venjulega engu hvernig liðunum gengur þegar kemur í þennan leik. Þetta er alltaf stærsti leikur tímabilsins og leikur sem maður bíður spenntur eftir.

"Leikir gegn Chelsea og Arsenal eru alltaf stórir en nágrannaslagur gegn Liverpool er alltaf einstaklega sérstakur. Við erum ekkert að spila svo illa en vantar að klára leiki almennilega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×