Erlent

Forbes: Michelle Obama er valdamesta kona heimsins

Michelle Obama eiginkona bandaríkjaforseta hefur verið útnefnd valdamesta kona heimsins af tímaritinu Forbes.

Forbes gefur út lista um valdamestu konur heimsins á hverju ári og í ár er það forsetafrúin sem skipar efsta sætið. Næsta á eftir henni kemur Irene Rosenfeld forstjóri matvælarisans Kraft Foods en í þriðja sæti er sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey sem raunar hefur nokkrum skipað toppsætið á listanum á undanförnum árum.

Í fjórða og fimmta sæti eru svo Angela Merkel kanslari Þýskalands og Hilary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Forbes segir að listinn í ár sé ekki byggður eins mikið og áður á hefðbundnum titlum og hlutverkum heldur var áherslan lögð á skapandi áhrif og framtakssemi. Frú Obama sé fyrirmynd nýrrar kynslóðar stúlkna og kvenna um allan heim.

Af öðrum konum á listanum má nefna að söngkonurnar Lady Ga Ga og Beyonce Knowles náðu inn á topp tíu sætin en Elísabet II Bretlandsdrottning er aðeins í 41. sæti listans.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands er enn á þessum lista en fellur um sex sæti frá í fyrra. Jóhanna skipar nú 80. sæti listans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×