Enski boltinn

Reading fær heimaleik gegn Aston Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það liggur nú ljóst fyrir hvernig átta liða úrslitin í ensku bikarkeppninni líta út. Íslendingaliðið fær heimaleik gegn Aston Villa.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fá einnig heimaleik gegn Birmingham.

Stoke þarf að sætta sig við að sækja Chelsea heim.

Leikirnir fara fram 6. og 7. mars.

Átta liða úrslit enska bikarsins:

Chelsea - Stoke

Fulham - Tottenham

Reading - Aston Villa

Portsmouth - Birmingham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×