Fótbolti

Messi: Það er ekkert landslið með betra lið á pappírnum en Argentína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona sparaði Lionel Messi í síðasta undirbúningsleiknum vegna ótta um að hann myndist meiðast.
Diego Maradona sparaði Lionel Messi í síðasta undirbúningsleiknum vegna ótta um að hann myndist meiðast. Mynd/AP
Lionel Messi eru sannfærður með það að ekkert landslið á HM í Suður-Afríku með betri mannskap en Argentína. Það eru margir sem búast ekki við miklu af liðinu eftir vandræðalega undankeppni og það þrátt fyrir að hafa innanborðs besta leikmann heims í Messi og einn allra besta leikmann allra tíma í þjálfaranum Diego Maradona.

„Leikmann fyrir leikmann þá tel ég að það sé ekkert landslið betra en liðið okkur," sagði Lionel Messi sem hefur verið verið gagnrýndir fyrir að spila ekki nærri því eins vel fyrir argentínska landsliðið og hann gerir hjá Barcelona.

Messi hefur skorað 13 mörk í 44 landsleikjum fyrir Argentínu en hann skoraði 85 mörk í 104 leikjum í öllum keppnum með Barcelona undanfarin tvö tímabil.

„Ég þarf ekki að sanna neitt á þessu sviði. Ég er kominn hingað til að standa mig vel fyrir mig og liðsfélagana mína," sagði Messi.

Argentína er með Grikklandi, Nígeríu og Suður-Kóreu í riðli og fyrsti leikurinn er á móti Nígeríu 12. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×