Móri: „Ég startaði ekki þetta sjitt“ 15. febrúar 2010 23:05 Móri sem hefur meðal annars samið slagara á borð við atvinnukrimmi. Rapparinn Móri segist ekki hafa átt upptökin að átökunum sem urðu á milli hans og tónlistarmannsins Erps Eyvindarsonar en Móri lagði til hans með hnífi í húsnæði útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 síðdegis í dag. Þetta sagði hann á aðdáendasíðu sinni sem má finna á Facebook upp úr klukkan níu í kvöld. Þá var hann augljóslega búinn að gefa lögreglunni skýrslu vegna málsins en hans var leitað eftir að hann réðst á Erp. Þá segir hann einnig á síðunni að konan hans, sem var með honum í för, hafi sleppt doberman-hundi sem var með þeim lausum til þess að afvopna Erp sem þá hélt á kústskafti. Eða eins og Móri orðar það á aðdáendasíðunni: „Ok, sem ábyrgur hundaeigandi þá verð ég að segja eitt...Hundurinn minn er gamall, blindur, og meinlaus...Hann getur ekki verið einn og fer með okkur hvert sem við förum...Konan mín hélt honum burt frá öllum látum og sleppti honum aðeins til að afvopna Erp af blautri moppu sem hann sveiflaði í kring um sig eins og atvinnu-skúringakona rétt áður en HANN flúði húsið eins og kelling." Svo bætir Móri við: „p.s. ég startaði ekki þetta shit !" Ekki hefur náðst í Móra til þess að spyrja hann viðbragða vegna málsins. Sjálfur segist hann ætla að gefa út fréttatilkynningu þegar rannsókn málsins er lokið. Hann heldur því hinsvegar fram að fréttaflutningu gefi ekki skýra mynd af árásinni og skrifar: „[...] en eitt mun ég segja...hlutirnir eru ekki eins og þeir sýnast." Erpur mun hafa kært árásina til lögreglunnar en um stórhættulega árás er að ræða þar sem Móri var annarsvegar vopnaður hnífi og svo rafbyssu að sögn sjónarvotta. Erpur slasaðist ekki. Fyrir áhugasama þá má finna aðdáendasíðuna hér. Tengdar fréttir Rappheimur í sjokki eftir hnífaárás atvinnukrimmans „Þetta hefur aldrei gerst áður á Íslandi," segir tónlistarmaðurinn Halldór Halldórsson, oftast nefndur Dóri DNA, um hnífaárás Móra þar sem hann reyndi að stinga tónlistarmanninn Erp Eyvindarson síðdegis í dag. Dóri DNA heldur úti rappþættinum Haförninn á Rás 2 og þekkir mjög vel til rapptónlistarheimsins. Spurður hvort árásin í dag eigi sér fordæmi segir hann svo ekki vera. 15. febrúar 2010 20:15 Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35 Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56 Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Rapparinn Móri segist ekki hafa átt upptökin að átökunum sem urðu á milli hans og tónlistarmannsins Erps Eyvindarsonar en Móri lagði til hans með hnífi í húsnæði útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 síðdegis í dag. Þetta sagði hann á aðdáendasíðu sinni sem má finna á Facebook upp úr klukkan níu í kvöld. Þá var hann augljóslega búinn að gefa lögreglunni skýrslu vegna málsins en hans var leitað eftir að hann réðst á Erp. Þá segir hann einnig á síðunni að konan hans, sem var með honum í för, hafi sleppt doberman-hundi sem var með þeim lausum til þess að afvopna Erp sem þá hélt á kústskafti. Eða eins og Móri orðar það á aðdáendasíðunni: „Ok, sem ábyrgur hundaeigandi þá verð ég að segja eitt...Hundurinn minn er gamall, blindur, og meinlaus...Hann getur ekki verið einn og fer með okkur hvert sem við förum...Konan mín hélt honum burt frá öllum látum og sleppti honum aðeins til að afvopna Erp af blautri moppu sem hann sveiflaði í kring um sig eins og atvinnu-skúringakona rétt áður en HANN flúði húsið eins og kelling." Svo bætir Móri við: „p.s. ég startaði ekki þetta shit !" Ekki hefur náðst í Móra til þess að spyrja hann viðbragða vegna málsins. Sjálfur segist hann ætla að gefa út fréttatilkynningu þegar rannsókn málsins er lokið. Hann heldur því hinsvegar fram að fréttaflutningu gefi ekki skýra mynd af árásinni og skrifar: „[...] en eitt mun ég segja...hlutirnir eru ekki eins og þeir sýnast." Erpur mun hafa kært árásina til lögreglunnar en um stórhættulega árás er að ræða þar sem Móri var annarsvegar vopnaður hnífi og svo rafbyssu að sögn sjónarvotta. Erpur slasaðist ekki. Fyrir áhugasama þá má finna aðdáendasíðuna hér.
Tengdar fréttir Rappheimur í sjokki eftir hnífaárás atvinnukrimmans „Þetta hefur aldrei gerst áður á Íslandi," segir tónlistarmaðurinn Halldór Halldórsson, oftast nefndur Dóri DNA, um hnífaárás Móra þar sem hann reyndi að stinga tónlistarmanninn Erp Eyvindarson síðdegis í dag. Dóri DNA heldur úti rappþættinum Haförninn á Rás 2 og þekkir mjög vel til rapptónlistarheimsins. Spurður hvort árásin í dag eigi sér fordæmi segir hann svo ekki vera. 15. febrúar 2010 20:15 Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35 Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56 Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Rappheimur í sjokki eftir hnífaárás atvinnukrimmans „Þetta hefur aldrei gerst áður á Íslandi," segir tónlistarmaðurinn Halldór Halldórsson, oftast nefndur Dóri DNA, um hnífaárás Móra þar sem hann reyndi að stinga tónlistarmanninn Erp Eyvindarson síðdegis í dag. Dóri DNA heldur úti rappþættinum Haförninn á Rás 2 og þekkir mjög vel til rapptónlistarheimsins. Spurður hvort árásin í dag eigi sér fordæmi segir hann svo ekki vera. 15. febrúar 2010 20:15
Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35
Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56
Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07