Innlent

Móri reyndi að stinga Erp

Móri hefur getið sér góðan orðstír sem rappari.
Móri hefur getið sér góðan orðstír sem rappari.
Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 í Skaftahlíð í dag. Þeir hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju.

Frá vettvangi.
Til stóð að þeir myndu sættast í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon enn þess í stað mætti Móri með rafbyssu, hníf og dobermanhund í viðtalið og réðst á Erp sem náði að verjast með skúringamoppu. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og var Móri þá bak á burt og leitar lögregla hans.


Tengdar fréttir

Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna

„Ég er búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju,“ segir rapparinn Móri. Erpur lýsti yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á dögunum að hann hefði uppvötað Móra á sínum tíma. Sagðist hann hafa fundið Móra í ræsinu fyrir utan Nonnabita og vísar í að þeir hafi hist fyrst á skemmtistaðnum Thomsen, sem stóð við Hafnarstræti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×