Enski boltinn

Wilshere þrefaldaðist í launum og gott betur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun greinir frá því að táningurinn Jack Wilshere hafi rúmlega þrefaldast í launum þegar hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Arsenal í gær.

Wilhere er átján ára gamall og hefur slegið í gegn með Arsenal á leiktíðinni. Samkvæmt The Sun var hann áður að fá fimmtán þúsund pund í vikulaun sem er nú 50 þúsund pund.

„Ég er viss um að ég á eftir að bæta mig enn meira. Það er enn talsvert í að ég verði sá leikmaður sem mig dreymir um að verða," sagði Wilshere. „Ég mun sjálfsagt gera mín mistök en það mun hjálpa mér mjög mikið að Arsene Wenger er knattspyrnustjórinn minn. Það eru líka margir góðir leikmenn í Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru ótrúlegir."

„Ég hef nú verið hjá félaginu í næstum tíu ár og vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að ná svona langt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×