Enski boltinn

Mancini: Tevez hefur ekki sagt mér að hann sé með heimþrá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stuðningsmenn Man. City hafa miklar áhyggjur af því að Argentínumaðurinn Carlos Tevez muni hverfa á braut frá félaginu. Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af því að Tevez sé með mikla heimþrá og það muni leiða til þess að hann fari frá félaginu.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, furðar sig á þessum fréttum enda hafi Tevez ekkert rætt við hann um málið.

Tevez hefur þó áður talað um hvað honum þyki erfitt að vera fjarri fjölskyldumeðlimum í heimalandinu.

"Hann hefur aldrei rætt slíka hluti við mig. Það er kannski eðlilegt. Það er líka ekkert óeðlilegt við að þegar maður hefur verið lengi í öðru landi að maður sakni fjölskyldu og vina," sagði Mancini.

"Vinnan hans er aftur á móti hér og hann er í frábærri vinnu. Ég held að þetta sé ekki neitt vandamál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×