Fótbolti

Henry enn á bekknum - Evra tekinn úr liðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP

Fyrirliðinn Patrice Evra fær ekki að byrja leikinn mikilvæga gegn Suður-Afríku sem hefst klukkan 14. Evra er tekinn úr liðinu vegna rifrildisins sem hann olli um helgina.

Eftir bíóið í kringum liðið um helgina, og frammistöðurnar framan af móti, eru þeir ekkert of bjartsýnir fyrir leikinn. Nicolas Anelka var rekinn heim og því leiðir André-Pierre Gignac, leikmaður Toulouse, sóknina.

Thierry Henry er enn á bekknum en Djibril Cisse er í byrjunarliðinu.

Frakkland: 1-Hugo Lloris; 2-Bacary Sagna, 5-William Gallas, 17-Sebastien Squillaci, 22-Gael Clichy; 18-Alou Diarra, 19-Abou Diaby, 8-Yoan Gourcuff, 7-Franck Ribery; 11-Andre-Pierre Gignac, 9-Djibril Cisse.

Suður-Afríka: 1-Moeneeb Josephs; 5-Anele Ngcongoa, 20-Bongani Khumalo, 4-Aaron Mokoena, 3-Tsepo Masilela, 6-MacBeth Sibaya, 23-Thanduyise Khuboni, 10-Steven Pienaar, 8-Siphiwe Tshabalala, 9-Katlego Mphela, 17-Bernard Parker.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×