Enski boltinn

Houllier: Reo-Coker þarf að hemja skapið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry Ferguson lætur Nigel Reo-Coker heyra það.
Barry Ferguson lætur Nigel Reo-Coker heyra það. Nordic Photos / Getty Images
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, segir að Nigel Reo-Coker þurfi að læra að hemja betur skapið sitt inn á vellinum.

Aston Villa gerði markalaust jafntefli við Birmingham í grannaslag um helgina og ákvað Houllier að skipta Reo-Coker af velli eftir að hann lenti í ryskingum við Craig Gardner, leikmann Birmingham.

„Stundum þegar leikmenn þreytast þá missa þeir stjórn á skapinu. Ég varaði þá við og var ekki ánægður með viðbrögðin. Hann mun læra af þessu," sagði Houllier.

„Allir vita hversu mikil samkeppni það ríkir í leikjum í ensku úrvalsdeildinni en leikir þessara liða reyna sérstaklega mikið á taugarnar."

Reo-Coker lét ekki segjast og hélt áfram að rífast og skammast eftir leikinn. Liðsfélagar hans þurftu að halda aftur af honum svo hann myndi ekki rjúka í leikmenn Birmingham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×