Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin: Man. United komið á toppinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wayne Rooney fagnar marki sínu gegn Portsmouth í dag.
Wayne Rooney fagnar marki sínu gegn Portsmouth í dag. Nordic photos/AFP

Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum.

United var með þvílíka yfirburði á Old Trafford-leikvanginum að það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna heldur hversu stór sigur United yrði.

Hinn frábæri Wayne Rooney opnaði markareikninginn fyrir United með marki á 40. mínútu en þá fylgdu eftir tvö sjálfsmörk hjá gestunum á 45. mínútu og 59. mínútu og vonleysið algjört.

Dimitar Berbatov bætti við fjórða markinu áður en enn eitt sjálfsmarkið leit dagsins ljós og staðan orðinn 5-0 á 69. mínútu en það urðu sem segir lokatölur leiksins.

Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portmouth vegna meiðsla.

Hull skaust upp úr fallsæti eftir frækinn 2-1 sigur gegn Manchester City á KC-leikvanginum í dag en heimamenn komust í 2-0 með mörkum Jozy Altidore og George Boateng en Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir gestina.

Burnley vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham á Turf Moor-leikvanginum en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley í leiknum.

Burnley komst í 2-0 með mörkum frá David Nugent og Danny Fox en Ilan minnkaði muninn fyrir West Ham í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Mido var nálægt því að jafna leikinn fyrir Lundúnafélagið en skot hans í blálok leiksins fór í stöng. Þetta var fyrsti sigur Burnley undir stjórn Brian Laws.

Stoke fór á kostum gegn Blackburn og vann 3-0 sigur og náði þar með slíta sig vel frá fallsvæðinu. Danny Higginbotham, Mamady Sidibe og Matthew Etherington skoruðu mörk heimamanna í leiknum.

Sunderland og Wigan skildu jöfn 1-1 á Leikvangi Ljóssins en Mohamed Diame kom gestunum yfir áður en Kenwyne Jones jafnaði leikinn og tryggði heimamönnum eitt stig.

Þá gerðu Bolton og Fulham markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum en Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton í dag en hann mun hafa meiðst í upphitun.

Leikur Tottenham og Aston Villa hefst kl. 17.30 en þar er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Tottenham.

Úrslitin í dag:

Liverpool-Everton 1-0


1-0 Dirk Kuyt (55.)

Bolton-Fulham 0-0

Burnley-West Ham 2-1

1-0 David Nugent (14.), 2-0 Danny Fox (55.), 2-1 Ilan (80.)

Hull-Manchester City 2-1

1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.)

Manchester United-Portsmouth 5-0

1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 sjálfsmark (45.), 3-0 sjálfsmark (59.), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 sjálfsmark (68.)

Stoke-Blackburn 3-0

1-0 Danny Higginbotham (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), Matthew Etherington (67.)

Sunderland-Wigan 1-1

0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (65.)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×